MAYDAY-MAYDAY-MAYDAY

-Leki um borð í seglskútunni FALADO VON RHODOS

Frásögn Odds Arnars Halldórssonar skipstjóra á björgunarskipinu Einar Sigurjónssyni.

Þann 8. ágúst klukkan 23:20 barst neyðarkall frá seglskútunni Falado Von Rhodos sem stödd var um 16 sjómílur vest-norð vestur af Garðskaga með 12 manns um borð. Vaktstöð siglinga tók á móti neyðarkallinu sem samstundis var áframsent til skipa og báta sem gætu verið á svæðinu.

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein í Sandgerði var á þessum tíma í viðhaldsstoppi og því var björgunarskipið Einar Sigurjónsson frá Hafnarfirði kallað út. Jafnframt var ákveðið að kalla út minni og hraðskreiðari báta frá björgunarsveitunum Suðurnes, Sigurvon í Sandgerði og Ægi í Garði auk þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ.

Veður á staðnum var austan 10 til 12 metrar, gott skyggni en allnokkur sjór. Klukkan 23:35 kallar skútan inn að aðalvél hennar sé dauð og dælur hættar að virka en að verið sé að lensa með handdælu. Á sama tíma var björgunarskipið Einar Sigurjónsson að leggja úr höfn í Hafnarfirði með dælur og mannskap ásamt björgunarbátnum Fiskakletti. Tveir togarar, þeir Hrafn Sveinbjarnarson og Baldvin Njálsson, sem voru á nálægum slóðum höfðu einnig tilkynnt að þeir ætluðu að halda á staðinn en að þeir væru ekki með neinar færanlegar dælur um borð.

Léttabátur af Hrafni Sveinbjarnarsyni var komin á staðinn en illa gekk að nálgast skútuna. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom skömmu síðar en gat ekki athafnað sig vegna mastra á skútunni og sjólags. Því reyndist þyrlubjörgun ekki möguleg nema að fólkið færi fyrst frá borði og um borð í björgunarbát. Var því ákveðið að bíða átekta eftir að björgunarskip og bátar kæmu á svæðið og þyrlan yrði stand-by í Keflavík á meðan. Áætlað var að fyrstu björgunarbátarnir kæmu á staðinn rétt fyrir klukkan eitt eftir miðnætti.

(more…)

SAREX 2013

Á morgun sunnudaginn 1 september mun fjarskiptaflokkur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar halda til Grænlands á æfingu. Þetta er sama æfing og flokkurinn fór á á síðasta ári. Hópurinn sem samanstendur af 5 manns og kemur hann til með að dreyfast á 2 Read more…

Nýliðakynningar 2013

Nýliðakynningar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnar mánudaginn 2. september og fimmtudaginn 5. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Flatahraun 14. Langar þig að starfa í einni öflugustu björgunarsveit landsins? Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og Read more…

Subscribe to our Newsletter

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.